23.9.2024 | 10:49
Minning um vin sem stóð við hlið mér í gegnum lífsins ólgusjó
Það kemur fyrir að ákveðnar minningar veki hjá mér djúpar tilfinningar, þar sem ég átti í mikilli einmanaleikakreppu á ákveðnu tímabili í lífi mínu. Á þeim tíma kynntist ég manni sem varð mér að góðum vini. Við mynduðum sterk tengsl í gegnum sameiginlegt áhugamál, þar sem við spiluðum tölvuleikinn Minecraft saman. Hann var mér ómetanlegur stuðningur, bæði á stundum gleði og sorgar, og hans nærvera og vinátta veittu mér von og tilgang þegar ég átti í mestu erfiðleikunum. Ég var þá að glíma við alvarlegar tilfinningar um tilgangsleysi og sjálfsvígshugsanir, en hann gafst aldrei upp á mér. Þvert á móti reyndi hann ætíð af heilum hug að vera mér traustur og umhyggjusamur vinur, sem studdi mig í gegnum lífið. Við eyddu margri ómetanlegri stund saman, þar sem við spiluðum og hlógum, og í gegnum það tengdust við órjúfanlegum böndum.
Því miður bar skelfilegt bílslys að höndum árið 2018, sem varð honum að bana. Andlát hans var mér mikið áfall og skilur eftir sig óútfyllanlegt tóm í lífi mínu. Ég minnist hans oft og er ævinlega þakklátur fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Hans minning mun ávallt lifa í hjarta mér. Hvíl í friði, kæri vinur, og ég vona að þú hafir fundið þér frið þar sem þú nú ert.
Um bloggið
Gabríel Elvar Valgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning